Hringur og Kersins Orri
 
Íslenskir Fjárhundar
 

Heim / Albúm / Fréttir / Hringur / Kersins Orri / Sýningar        
LINKS
  Heim/Home
Hringur
Kersins-Orri
Kersins-Hökki
Sýningar/Shows
Albúm/Pictures
Fréttir/News
Gestabók/Guestbook
 
 
Fréttir

20 apríl 2010

Hvernig í veröldinni leið næstum heill mánuður án þess að ég tæki eftir því.

Hér hefur ekkert gerst svosem , nema bara búið að koma hálfgert sumar og það er nú farið aftur... í dag var bara slydda og ógeðslegt veður hérna í Esbjerg.
En maður lætur það nú ekki á sig fá, það er í raun gott að hafa svolítið ógeðslegt veður því þá er maður duglegri að læra. Það væri því gott ef það verður hálf skítlegt veður
þangað til 3 júní, þá má bara koma fínt veður. =)

Ein mynd að feðgunum síðan í dag ...

28 mars 2010

Allt gengur sinn vanagang á þessu heimi. Hundarnir samir við sig og bara að koma páskafrí.

Aðalfundur DÍF nýlega búinn og þangað mættu víst ekki margir! hmm... hvernig ætli standi á því, kannski ekki nægilega mörg "hitamál" í gangi, til að fólk hreinlega nenni að mæta. Kannski þýðir þetta að það sé "logn" í deildinni. Hver veit. =) Vonandi er það þannig - segi ég nú bara. Ég hefði viljað mæta en það er víst full-langt ferðarlag fyrir mig.

Hér er farið að vora, og hitamælirinn farinn að segja ca 7-10°C. Hundarnir mínir eru duglegir að láta vita af því að sumarið sé að koma með því að fella feldinn. Alveg ótrúlegt háramagn sem getur komið af 2 litlum hundum.
Ég blés þá í gær með öfluga blásaranum hérna úti í garði, þurra, til að losa eitthvað af þessum hárum af. Úff... það sem fór af þeim.
Ég held okkur hafi tekist að teppaleggja allt hverfið. Smáfuglarnir verða kannski glaðir og geta notað feldinn í hreiðurgerð, - hver veit.

nóg í bili, en ein mynd af hr skoffíni:

17 mars 2010

Núna ættu allir að vera stoltir af mér, ég rétt komin heim af crufts og beintkomin í það að skrifa fréttir ! Batnandi fólki er best að lifa hehe

Allavega, þann 10 mars á miðvikudegi lá leið mín til London. Þar átti ég bókaðanbílaleigubíl og alles, settist upp í kaggann og keyrði 10 hringi á bílastæðinu áður en ég hætti mér út í umferð á röngunni, á röngum bíl. Sem sagt, allt á hvofi. Það gekk nú bara alveg ágætlega svona til að byrja með þangað til ég var búin að keyra í ca 40 mínútur og nýja fína GPS tækið dó... ég fékk að sjálfsögðu nett panik kast þegar ég áttaði mig á því að sígarettukveikjarinn á bílnum sem ég var á var BILAÐUR!
Það þýddi að tækið var í fínu lagi, nema ég eitthverstaðar villt í Bretlandi, á röngum bíl, í rangri umferð. Ég hrindi að sjálfsögðu í bjargvættinn minn (Kristinn) sem brunaði beint á google.is/maps og gat staðsett mig og hjálpað mér að finna leiðina til baka á flugvöllinn til að skipta um bíl. Þessi vitleysa tók mig marga klukkutíma. En ég loksins fann leiðina aftur á flugvöllinn og fékk bílnum skiptum út. sjúkket... Þá byrjaði ég bara upp á nýtt, 10 hringir á bílastæðinu til að venjast nýrri tegund af öfugum bíl og svo brunaði ég út í bláinn. Með GPS tæki sem virkaði, í bíl með sígarettukveikjara sem virkaði!

 

Svo kom ég á hótelherbergið mitt sem var hótel Brittania, gamalt en sætt hótel. Hafði það bara mjög gott þar. Fór svo á hundasýninguna á hverjum degi í 5 daga. Vá þvílíkt Mekka! Þessi sýning er algjörlega stórfengleg, hundar út um allt, hundasölubásar út um allt, og fólk út um allt. Hvað getur maður beðið meira um.

Ég var svo heppin að fleiri íslendingar voru á leið á sýninguna og ég hitti þónokkuð af hressum íslendingum í sömu erendagjörðum. Sunnusteins-Steini var mættur þarna við hringinn hjá "nýju" tegundinni sinni. Hundategund sem heitir Saluki, þeir eru frekar stórir mjóhundar. Voðalega rólegir í hóp, fallegir og yfirvegaðir. Ég sat því við Saluki tegunda-hringinn allan föstudaginn og hafði mjög gaman af. Alltaf gaman að kynnast nýjum tegundum. Magnea, var þarna líka því hún er að flytja inn Saluki. Ég huga að ég kalli Magneu bara "Allskonar-hunda Magneu" hún á svo margar tegundir =)

Ég sá ýmislegt í Birmingham; Banka sem nýbúið var að ræna og löggur allt í kring, ógeðslegt hverfi þar sem aðeins virtust búa innflytjendur, mikla umferð, risa moll og svo mætti lengi telja.

Þegar verið var svo að dæma Besta hund sýninga á crufts, hljóp alls-ber kall inn á sýningagólfið og hljóp þar þangað til verðirnir náðu honum. Þessi maður stundar það sem sagt að fara á fjölmenna opinbera staði og hlaupa um nakin, ég las það á heimasíðu hans, sem var rituð á magan á honum. Eða www.istreak.com

Þetta var í alla staði gjörsamlega frábær ferð og eitt er víst að ég ÆTLA að fara aftur!

Fleiri myndir frá ferðarlaginu eru í galleryinu mínu, þú getur nálgast þær HÉR

 

8 mars 2010

Jæja þá er komið nýtt ár og ég ekki búin að blogga hérna á þessa síðu mína í 4 mánuði. Þetta hlítur að kallast vanræksla. Ég verð nú bara hissa ef eitthver er svo bjartsýnn að líta við á vefsíðuna mína öðru hverju í von um færslu.

Síðan síðast eru búin að vera jól, próf og verkefni. Allt gegnið bara glimrandi og það var rosa gaman á íslandinu að vanda.

Hundarnir eru bara samir við sig, eru að vísu farnir að fella hárin eins og enginn sé morgundagurinn. Ætli það sé ekki að koma vor fyrst þeir eru komnir í feldundirbúning.

Það er búið að vera mikill snjór hérna í vetur og hundunum og mér hefur líkað það vel. Alltaf gaman að fara út að leika í snjóinn. Svo er ennþá bara frost og ískalt. Fór t.d með hundana út í dag eins og alla daga, nema þeir voru með frostklumpa í feldinum þegar ég kom inn.

Crufts
Ég ákvað þetta árið að skella mér á crufts. Crufts er stór hundasýning í Bretlandi sem er haldin á hverju ári. Mig er búin að langa síðan ég var bara krakki, en ákvað að skella mér núna fyrst ég fékk flug á svona svakalega góðu verði. Það var tilboð hjá Ryanair.

Ég verð 5 nætur svo í Birmingham á hóteli og ætla að hafa það gott. Njóta þess að dóla mér um á hundasýningu og skoða sölubásana.

Hér er mynd af Orra sleðahundi og Hökka letipésa frá einni af ferðunum okkar sem við fórum á hlaupahjólinu. Það er snilldarleið til að hreyfa hundana og láta þá aðeins vinna. Orri dregur mig á hjólinu og Hökki hleypur að vísu bara með.

Ég ælta mér svo að koma með eitthverjar fréttir eftir Crufts, ég reyni að standa við það.

9 nóvember 2009

Orri á afmæli í dag og er 5 ára þessi elska =)

Skrapp í heimsókn til Kennel Sælgæti og kíkti á Sælgætis Baldur Orrason. Hann er voðalega sætur og gelgjulegur.

Fórum svo á hundasýningu um helgina. Hundarnir fengu báðir excellent og fínan dóm. Við fengum ekki sæti í Besta rakka tegundar. Set inn dómana þegar ég nenni. Annars var þetta svakalega skemmtileg helgi með góðu fólki. =) Set kannski inn myndir við tækifæri. Tók nokkrar =)

1 nóvember 2009

Engar fréttir héðan.. bara láta vita að ég er á lífi.

Ætli það verði ekki nóg að frétta eftir rúma viku því þá verður Ásta María búin að vera hérna. hehe =)

Orri og Hökki eru bara samir við sig, alltaf jafn miklir hvuttalingar. Vika í sýningu, verður gaman að sjá hvernig gengur þar.

24 október 2009

Í síðustu viku barst okkur 2 tilkynningar með póstinum. Bæði það að Kersins Hökki hefur nú fengið staðfestann titilinn DKCH og svo líka það að Kersins Orri hefur nú fengið alþjóðlega titilinn sinn staðfestann. Þannig að við nafnið hans bætist INTUCH. Alltaf gaman að fá svona póst inn á milli reikninganna hehe =)

Skólinn er byrjaður aftur og lífið farið að ganga sinn vanagang eftir vetrarfríið. Næst á dagskrá er að taka á móti henni Ástu Maríu vinkonu okkar hundanna, hún ætlar að koma og vera hjá okkur í viku. Vá heppin við =) Við Ásta María ætlum að reyna að fara hingað og þangað að hundast eitthvað. Ætlum að kíkja á sýningu þar sem báðir hundarnir eru skráðir í meistaraflokk. Ekki slæmt það að hafa báða hundana sína í meistaraflokk. Það mætti nú halda að maður væri soldið montin =) Ásta María ætlar að vera svo góð að sýna annan strákanna. Hlakka til og það verður svaka gaman ! =)

Svo er það bara skóli og aftur skóli, database-ar og eitthvað í þá áttina. Vinna líka að 3 annar lokaverkefninu sem er jú soldið stórt í þetta sinn. Svo þarf ég að finna mér fyrirtæki eða klúbb til að gera lokaverkefnið mitt í skólanum, þar að segja algjörlega það síðasta. Er nú með svolítið í huga en þarf að senda póst á viðkomandi starfsemi og athuga hvernig þeim líst á hugmyndina.

Svo eru jólin bara á næsta leiti. Það var verið að hengja upp jólakúlur í Bilka(svipað Hagkaupum) í gær og jóladagatölin komin út um allt. Mér sem finnst jólin vera nýbúin. En svona er tíminn greinilega fljótur að líða. Við Kristinn ætlum auðvitað að fara heim til fjölskyldna okkar um jólin og hafa það gott. Hundarnir ætla að vera á 5 stjörnu hóteli á meðan í góðu yfirlæti.

jæja nóg í bili. kv. Linda

11 október 2009

Mjaðmaniðurstöðurnar eru komnar, og þær eru nú kannski ekki þær sem ég var að vonanst eftir.
En hann Hökki er með HD-D (Middels D) og er því óræktunarhæfur.

Ég var nú mest hvað hissa á niðurstöðunum því dýralæknirinn sem myndaði sagði þetta líta svona líka vel út. Þess vegna var ég nú frekar vongóð. Ég fékk kennslu um það hvernig mjaðmir ættu að líta út og þetta virtist nú allt vera eins og þetta átti að vera. En það er greinilega mikið nákvæmnisverk að lesa út úr svona niðurstöðum.

En svona er þetta bara, getur alltaf komið fyrir og maður veit af því þegar maður fær sér íslenskan fjárhund. Enda tökum við þessu með ró og spekt. Við Hökki æltum aðeins að haga hreyfingunni öðruvísi og ekki hoppa yfir prik og svoleiðis kúnstir og sleppa hjólatúrunum. Ég hugsa að við Orri tökum það bara að okkur =) Við höndlum þetta eins og hvað annað =)

Hökki er með C á annari og D á hinni.

10 oktbóber 2009

Vetrarfrí

Þá er komið vetrarfrí í skólanum og Kristinn farinn í sólina á Flórída. Við hundarnir verðum sem sagt ein heima í tæpar 2 vikur. Í raun er nú ekkert að frétta nema bara það, að 3. annar verkefnið er komið á vefinn þannig að við getum í raun byrjað á því.

Í verkefninu eigum við að taka alvöru fyrirtæki eða starfsemi af eitthverju tagi og gera vefsíðu fyrir það.
Vefsíðan á að vera mikið database-vesen og með log in kerfi.
Ég hef ákveðið að gera þetta verkefni fyrir danska íslenska fjárhundaklúbbinn. Islandsk fårhundklub. Það verður gaman að geta gert eitthvað sem verður svo notað í framtíðinni þegar þetta er nú allt saman tilbúð.

Prófin eru svo eftir jól. Við sem sagt skilum verkefninu fyrir jólafrí og förum í próf eftir jólafrí... soldið svekkjandi að þurfa að vera með próf á heilanum öll jólin. En svona er víst að vera í skóla ! Ekkert frelsi hehehe =)

Hökki er búinn að fara svo í HD mjaðmamyndun og það er nú ekki enn komnar niðurstöður úr því. Læknirinn sagði við mig að það tæki 10-14 daga að fá niðurstöður, en ég er vikrilega farin að halda, að hann hafi verið að meina 10-14 vikur.
En það liggur nú svosem ekkert á þessu, þannig að ég er alveg róleg.

Núna sit ég bara í litlu skrifstofunni minni og hluta á silfur safnið frá Páli Óskari snilling sem ég fékk í jólagjöf frá bræðrum mínum, á meðan ég þykist læra.

23 september 2009

Við fórum á hundasýningu um helgina og viti menn! Við bara gjörsigruðum sýninguna næstum því!

Kersins Hökki hefur hlotið nýtt nafn -- > DKCH Kersins Hökki, því núna er hann orðinn danskur meistari!

Orri varð svo annar besti rakki á Köbenhagen winner, og erum við svakalega ánægð með það. Enda báðir hundarnir mínir algjörlega frábærir... svo maður sé nú soldið stoltur af sínu heheh =)

Annars þá er ég á Íslandi núna, auðvitað eitthvað hundatengt. Var að koma með enska cocker skvísu fyrir Sibbu frænku sem hefur það núna gott í einangrunarstöðinni í Höfnum.

Þetta er fínt í bili, svo lengi sem þú, kæri lesandi ert búinn að ná því að ALLIR tveir hundarnir mínir eru meistarar hehehehe =)

14 september 2009

Á ég virkilega að trúa því að það sé hálft ár síðan ég uppfærði síðast. Það kallast nú frekar lélegt.

En hér er ég komin til að segja smá fréttir. Merkilegt nokk en satt.

Síðasta hálfa árið hefur verið svo mikið gert að ég hugsa að ég sleppi því blaðri bara og segi aðeins frá hvað er á stefnuskránni því mikið er á döfinni. Ekki það, það eru eflaust allir hættir að heimsækja síðuna mína fyrst ég blogga aldrei. .. já það má eiginlega segja bara ALDREI. hehe =)

Hundasýning í Køben
Nema hvað ... næstu helgi er stefnan sett á Kaupmannahöfn þar sem við erum að fara á hundasýningu, það eru allar tegundir sýndar báða dagana. Andrea sem er dýralækna-nemi í Kaupmannahöfn ætlar að vera svo góð og leyfa okkur að gista hjá sér. Það verður mjög gaman og okkur hlakkar mikið til.
Orri er skráður á sunnudaginn á sýningu en Hökki er bæði Laugardag og Sunnudag. Hann er kominn með 2 meistarastig og við erum alltaf að reyna heilla eitthvern dómara upp úr skólnum til að hann kannski gefi okkur eitt meistarastig í viðbót. Þá getur Hökki hlotið meistaranafnbót.


Íslandsferð
Svo eftir helgi, ætla ég að skreppa til Íslands í eina viku eða svo, skrítið... hmm... engin hundasýning... En auðvitað er það hundatengt samt sem áður. Ég er að fara með hana Nury til Íslands. Enska cocker tík sem Sibba frænka er að fá frá Svíþjóð.

Sýning í nóvember
Svo er sýning í Herning í nóvember, þá ætlar Ásta María vinkona að koma og vera hjá mér í eina viku, það verður eflaust hundast mikið. Ætlum að reyna að fara í eitthverjar heimsóknir hjá hundafólki og gera eitthvað skemmtilegt.
Ég hlakka mikið til. =)

Orri og Hökki
Feðgarnir elska hvorn annan alveg út og suður og geta ekki án hvors annars verið, bestustu vinir í heimi. Svo eru þeir náttúrulega þeir fallegustu líka, það vantar ekki.
Hér koma nokkrar myndir af þeim feðgum.

Kersins Hökki og Kersins Orri

Kersins Orri

22 mars 2009

Orrahvolpar fæddust í dag. 5 stk. Móðir og hvolpum heilsast vel. Þar á meðal voru þeir allir rauðir með eitthvað hvítt í sér. Eitthverjir með sokka og hvíta bringu. Allir voru þeir tvíspora.

Hægt er að sjá myndir af hvolpunum á : http://www.kennel-ganti.dk/23112657

 

16 mars 2009

Kersins Hökki

Kersins Hökki

7 mars 2009

Langt síðan síðast.

Hérna um daginn var snjókoma og svaka fallegt veður. Skrapp út og tók myndir af hundunum. Þeir voru bara endalaust úti í garði þegar snjórinn var. það var náttúrlega lang skemmtilegast að hamast úti í snjónum.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Núna er svo bara að koma vor!

Annars ákvað ég að skrá feðgana á hundasýningu núna í mars, það er deildarsýning og þar verður þýskur dómari. Þá er bara að vona að honum lítist vel á gripina mína. Þeir eru náttúrulega flottastir og yndislegastir í heimi, það finnst mér allavega ;o)

Ég skrapp svo til íslands á hundasýningu, þar sýndi ég nokkra hunda og öllum gekk þeim vel. Þetta var alveg frábær sýning í alla staði. Rosalega skemmtilegt að hitta alla. Fór svo út að borða með tjúa fólkinu eftir sýningu á laugardeginum. Við fórum á stað sem heitir Red Chili minnir mig. Rosalega góðr matur þar. Ég mæli 100% með þeim stað. :o)

Svo hitti ég náttúrulega familíuna, alltaf svo gaman að vera með þeim. Þau eru náttúrulega frábær! Hitti líka ömmur og afa. Amma Þórunn sótti mig á flugvöllinn með Steni, svo fórum við mamma í vöfflukaffi til ömmu Möggu. Þar hitti ég líka afa. Ég var svo heppin að amma gaf mér ullarskó/sokka.

Kannski ég láti styttra líða milli frétta færla næst. Hver veit.

 

19 febrúar 2009

Ég er á lífi þrátt fyrir bloggleysi. Svo sem ekki mikið að frétta nema bara að nýja íbúðin er æðisleg! Hundarnir elska garðinn og allir sáttir. Ég er svo að fara til Íslands eftir nokkra daga á hundasýningu með hundaóðu vinkonum mínum á Íslandinu góða. Við Ásta María erum með nokkra hunda á lista sem við ætlum að sýna. Þar á meðal Siberian Husky hunda, Whippet, Tjúa, Griffon, Sitsú, Labrador, Kannski Snáser og svo kannski íslendinga og kannski ýmislegt eitthvað annað hehe :o) Þetta verður mega gaman. Hlakka ferlega mikið til. Svo kemur bara í ljós hver sýnir hvað og við mössum þetta eins og venjulega :o)

Með mér til Íslands fær svo lítil tjúa skotta far. Hún er að flytja aftur til Íslands þessi elska.

Ég ætla að reyna að hitta sem flesta þegar ég fer heim eins og vanalega.

6 febrúar 2009

Formlega flutt!!

Jæja þá erum við búin að skila íbúðinni okkar og formlega flutt í þessa nýju. Reyndar erum við búin að gista hérna nokkrar nætur en það telst ekki með. Nýja íbúðin er alveg frábær og ég er svakalega ánægð með hana, hundarnir elska garðinn og svo finnst þeim gaman að vera uppi og horfa niður á mann... fylgjast með því sem maður er að gera. Ég kem með myndir þegar við erum búin að gera allt fínt ;o)

Það er komið vetrarfrí í skólanum. HEIL VIKA! Maður trúir þessu varla, gjörsamlega æðislegt. Þá hef ég nægan tíma í að ganga frá hérna heima. Það merkilega er nú líka að kennararnir settu ekki fyrir neitt verkefni... sem er frábært :o)

Næstu helgi er ég svo að fara á hundasýningu að sýna bara tjúa. Engir íslenskir fjárhundar í þetta skiptið. Svo er ég bráðum að fara til Íslands á hundasýningu líka. Maður er náttúrulega alveg klikk ;o)

Stórar fréttir eru svo þær að Kolla mín, (Mánaskálar Kolla) eignaðist stúlkubarn 2 febrúar! Til hamingju elsku kolla mín!

Svanhvít litla átti svo afmæli sama dag. Hún er orðin 2 ára þessi elska! Til hamingju með afmælið litla gella!

24 janúar 2009

Hérna á síðustu dögum hefur verið mikið pörunar stand því hin tíkin sem Orri átti að hitta byrjaði að lóða. Orri hitti hana sem sagt og það gekk allt saman að óskum. Ótrúlega þæginlegt.

Af íbúðarmálum er það svo að frétta að við erum búin að fá lyklana af nýju íbúðinni og Kristinn og aðstoðarmaður hans eru búnir að mála alla íbúðina rosalega flott á 2 dögum. Takk kærlega fyrir aðstoðina Egill aðstoðarmaður.Næst er það á dagskrá að þrífa allt hátt og látt.

Ég er bara inni að læra því ég á að skila risa projecti á miðvikudaginn. Það er vefsíða og svo ætla ég að búa til dagatal. Svona sem stendur á borði. Mér til mikillar gleði þá er ég búin með vefsíðuna. Kláraði hana í kvöld. Svo fyrir miðvikudaginn þarf ég bara að bæta við dagatalinu. Ég býst ekki við að það eigi eftir að verða neitt stórmál, en maður veit aldrei. Hef svo sem aldrei gert svona áður. Á miðvikudaginn er svona "sýningadagur" þar sem við sýnum öll verkin okkar í matsalnum í skólanum. Þangað kemur fólk til að dæma verkin okkar. Við eigum að haga þessu eins og þetta sé sölutækifæri fyrir "vöruna" okkar. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að hafa þetta, en ég hlít að finna eitthvað út úr því.

Hundarnir eru búnir að prufa nýja garðinn sinn og eru agalega lukkulegir með hann. Þeim finnst gott að hanga úti þótt þeir vilji náttúrulega alltaf vera við tærnar á mér. Það er búið að vera snjór í dag og í gær, þannig að í dag fórum við í snjókast úti í garði, Hökki var nú alveg að fíla það í botn, litli vitleysingurinn. Þetta verður geggjað í sumar að geta legið bara í sólbaði og kannski fengið húðlit... kannski verð ég svo heppin að líkslykjan leki af mér. Maður veit aldrei ! :o)

Annars styttist í Íslandsferð og ég er nú þegar komin með nokkra hunda sem ég sýni. Það er náttúrulega bara snilld :o) Get bara ekki beðið.

Hilsen

14 janúar 2009

Helst er það í fréttum að væntanlega eigum við von á Orrabörnum eftir 64 daga. Móðirin heitir Mýsla og er afar falleg stúlka ættuð frá Danmörku. Vonum allavega að úr þessu verði hvolpar. Það kemur hins vegar í ljós aðeins síðar.

Svo var ég að bóka mér far til Íslands á hundasýningu. hmmm... kemur það á óvart? nie... ég hugsa nú ekki. Ég fer sem sagt frá köben þann 26 febrúar og kem aftur til baka 3 mars. Ég er búin að ákveða að sýna husky og gengur það fyrir öllu. Auðvitað vona ég að það lendi ekki á sama tíma og íslendingarnir, en ef það skeður verður bara að hafa það. :o) Bíttar ekki öllu.

Svo þriðju aðalfréttirnar eru þær að við Kristinn og hundarnir erum að fara að flytja... ALLA leið í næsta hús! Þar fengum við íbúð á 2 hæðum og með garði. Þar verður við aðeins meira sér og betra pláss. Við verðum með auka herbergi sem við ætlum að nota sem "læru" herbergi og svo nýist það prýðis vel sem gestaherbergi. Þannig að það eru spennandi tímar fram undan, nóg að gerast! ég er allavega að farast úr spenningi!

13 janúar 2009

Hringur minn gamli hefði átt stórafmæli í dag og orðið 10 ára þessi elska! Blessuð sé minning hans.!
Hann ákvað að vera alltaf með okkur í anda þannig að hérna er nú mynd af þeim strákum saman hehehe :o)

11 janúar 2009

Ásta María á afmæli í dag! Til hamingju með það elsku kella!

Annars er nú það aðalega í fréttum, að hér í heimsókn er tík. Nánar tiltekið er hún að heimsækja hann Orra sinn. Reyndar vill hún ekkert með hann hafa. Reynir bara að drepa hann , ef hann reynir að sinna sínu rakka hlutverki. Snjallir ræktendur benda þó á að líklega sé tíkin ekki tilbúin í ástaratlot og bíða þurfti í 1-2 daga. vonum bara að það gangi upp, því eigandi tíkarinn er mjög spennt fyrir þessu "vonandi goti"

Ég er nú alveg mest hissa hvað gengur vel með þá tvo hérna og lóðatík. Enginn að væla eða neitt. Ekkert vesen.
Strákarnir mínir bara ennþá bestu vinir þó svo að í heimsókn sé lóðaskvísa. Ætla nú að vona að það verði áfram svo gott, því tíkin verður hér í eitthverja daga.

Annars er mál málanna númer 2 að ég er að vinna verkefni fyrir skólann og er eiginlga að því daginn út og daginn inn. Er langt komin með vefsíðu sem ég þarf að skila, svo er bara að gera reportið, sem sagt skýrsluna. Hef nú aldrei gert svoleiðis, en eitthverntíma er alltaf fyrst. Vona bara að ég geti unnið það verk ágætlega úr hendi. Sjáum nú til með það.

Hundasýningin sem ég var að spá í að skrá Hökka á... ég hætti við það. Ætla að sýna bara tjúa í staðin, það er miklu nær ;o) Tjúann á hún Dögg vinkona mín sem býr í næstu götu. Það verður bara gaman að fara á sýningu með eitt lítið "töskudýr" og chilla aðeins. Engir stórir hundar í þetta skiptið.

Held að það sé ekkert annað að frétta í bili, nema bara "allt gott að frétta"

3 janúar 2009

Gleðilegt ár !

Þá er nú barasta komið nýtt ár! Ekki er það nú verra.

Um jólin fórum við Kristinn heim til Íslands. Hundarnir fóru á lúxus hundahótel á meðan.
Jólin voru alveg frábær. Eiginlega bara alveg fullkomin. Við fengum fullt af jólagjöfum, ekkert smá flottum! Áramótin voru líka ævintýrarík og glæsileg í alla staði. Ég vakti alla nóttina þangað til ég fór í flug kl 8 um morguninn.

Það var mikið fjör heima og fullt af gestum. Amma og afi, Didda og Óskar, Viktor og Vaka + Viktoría og svo slatti af stráklingum og stelpum í fylgd með bræðrum mínum.

Núna erum við komin til Danaveldis aftur og á döfinni er : Project B, svo verður Orri paraður með Ganti Sif núna eftir nokkra daga. Hún er víst byrjuð að lóða.
Ég er svo jafnvel að spá í að skrá Hökka á sýningu í Fredericia. Kannski gaurinn geti náð sér í fleiri meistarastig. Maður veit aldrei. Er nú ekki alveg búin að ákveða þetta allt saman. En þetta kemur nú bara í ljós.

 

 

 
 
 
 
Copyright © 2007 hringur.com.  Afritun óheimil